Flutningaþjónustan ehf. var stofnuð árið 2004 en fyrirtækið byggir á reynslu eigandans Jóns Birgissonar sem hefur starfað í flutningabransanum frá 1989. Flutningaþjónustan ehf. er traust flutningaþjónusta með fullgilt rekstrarleyfi. Hjá fyrirtækinu starfa aðeins reyndir menn sem hafa metnað til að veita afburða þjónustu.

Flutningaþjónustan ehf. á og rekur þrjá Mercedes-Benz Sprinter, tvo Mercedes-Benz ATEGO og einn Volkswagen Caddy.