Mörg fyrirtæki þurfa ekki á flutningaþjónustu að halda á hverjum degi. En þegar þörfin skapast, skiptir máli að verkefnið sé í höndum aðila sem er starfi sýnu vaxinn og traustsins verður. Hvort sem um er að ræða tilfallandi sendingar eða flutning á höfuðstöðvum fyrirtækisins er mikilvægt að hafa fagmennsku að leiðarljósi.
Þar kemur Flutningaþjónustan til skjalanna!


Tímabundnar lausnir

Við útvegum starfsmanninn sem vantar bara stundum. Hjá okkur starfa einungis harðduglegir menn, laghentir, úrræðagóðir og fljótir að komast inn í ný verkefni. Það fær enginn vinnu hjá Flutningaþjónustunni sem ekki hefur hreint sakavottorð og góðan ökuferil.

Hagkvæmni

Markmið okkar er hagkvæmni. Ef þig vantar starfsmann tímabundið inn á lager, eða íhlaupamann í nokkra klukkutíma, hafðu þá samband við okkur. Við getum sett saman húsgögn, fært til innréttingar og stillt upp ef þörf er á. Við þrífum, göngum frá, stillum upp og gerum það sem til fellur í sambandi við flutninga – já og meira til!

Heildarlausnir

Flutningaþjónustan getur einnig séð um heildarlausn á flutningamálum fyrirtækja.
Það færist í vöxt í íslensku viðskiptalífi að fyrirtæki kjósi að láta verkþætti sem ekki tengjast daglegum rekstri fyrirtækisins t.d. vörudreifingu frá sér og fela þau sérhæfðum fagaðilum. Hvort sem um er að ræða vörudreifingu eða að sækja aðföng, þá erum við með réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Hafðu samband og kannaðu hvað við höfum upp á að bjóða.