Algengar Spurningar:

 

Hér eru svör við algengustu spurningunum sem að við fáum. Ekki hika við að hafa samband í síma 555 – 1100, við erum alltaf til í spjall.

 

Einstaklingar: 

Með hversu miklum fyrirvara er best að hafa samband varðandi flutninga?

Því meiri fyrirvari því betra, en Flutningaþjónustan kappkostar að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna með stuttum fyrirvara sé þess kostur.

Hvernig eru tilboð í búslóðaflutninga reiknuð og hvað er innifalið? 

Öll okkar verk eru unnin í tímavinnu og fer verðið eftir því þjónustustigi sem pantað er. Við bjóðum upp á fjögur þjónustustig:

Hægt er að skoða verð fyrir búslóðaflutningar og fleira á verðskránni okkar.

 

Grunn þjónusta – Þú færð einn mann á bíl sem hæfir verkefninu auk viðeigandi flutningatækja. Þú útvegar mannskap, t.d. vini og vandamenn til að aðstoða bílstjórann.

 

Plús þjónusta – Þú færð tvo menn á bíl sem hæfir verkefninu auk viðeigandi flutningatækja. Þeir sjá um lestun og losun í samráði/samvinnu við þig og þína aðstoðarmenn.

 

Full þjónusta – Við sjáum alfarið um flutningana. Við útvegum vinnuflokk, tæki og bíla eftir þörfum. Það eina sem þú þarft að gera er að segja til um hvert á að flytja.

 

Lúxus þjónusta – Þú ert ekki einu sinni á staðnum. Við gerum allt meðan þú ert í vinnunni, sumarbústaðnum eða á Kanarí. Þessi þjónusta krefst meiri undirbúnings og skipulags. Markmiðið er að allt sé klárt þegar þú kemur heim.

 

Er eitthvað sem að flutningaþjónustan flytur ekki? 

Við flytjum ekki flugvélar og skip.

Flytur flutningaþjónustan um allt land? 

Flutningaþjónustan er ekki með fastar áætlunarferðir út á land, en fer sérferðir hvert á land sem er, allt eftir óskum viðskiptavina.

Sér flutningaþjónustan alfarið um pökkun og frágang? 

Sé þess óskað sjáum við alfarið um pökkun og flutninga.

 

Býður flutningaþjónustan upp á geymslu á búslóð? 

Flutningaþjónustan er ekki enn með geymsluhúsnæði á sínum vegum en getur aðstoðað viðskiptavini við að útvega það.

 

Þarf ég að undirbúa einhvað fyrir flutninga daginn? 

Gott er að pakka öllu smálegu í staflanlega kassa, aftengja raftæki s.s sjónvörp, þvottavélar uppþvottavélar og þess háttar.

Útvegar flutningaþjónustan pökkunarefni fyrir flutninginn?

Við getum útvegað pökkunarefni sé þess óskað.

Komast bílar flutningaþjónustunnar í alla bílskúra og á alla staði? 

Við bjóðum upp á mikið af fjölbreyttum flutningabílum, við erum með bæði bíl og lokaða kerru sem komast í allar bílageymslur.

Er flutningaþjónustan opin um helgar? 

Flutningaþjónustan er opin alla daga.

 

Sér flutningaþjónustan um að losa við húsgögn? 

Við getum séð um að farga húsgögnum.

 

Fyrirtæki:


Býður flutningaþjónustan upp á vörudreifingu? 

Já við sjáum um vörudreifingu.

 

Býður flutningaþjónustan upp á heimsendingu? 

Já við sjáum um heimsendingar.

 

Býður flutningaþjónustan upp á flutning höfuðstöðva fyrirtækja? 

Já við höfum mikla reynslu af því að hjálpa fyrirtækjum við flutning höfuðstöðva. 

Hvernig virkar fyrirtækja þjónustan varðandi tilfallandi starfsfólk? 

Við útvegum starfsfólk sem vantar bara stundum. Það er hægt að hringja og panta starfsfólk sem vantar á lager eða í tilfallandi störf. Ekki hika við að hringja í 555-1100 og fá meiri upplýsingar.